Innherji

Seðla­banka­stjóri segir þörf á betri upp­lýsingum um gjald­eyris­markaðinn

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankstjóri segir ekki æskilegt að fjárfestar og fyrirtæki séu í þeirri stöðu að þurfa oft að taka ákvarðanir um gjaldeyrisviðskipti sem grundvallast á takmörkuðum upplýsingum um markaðinn og verðmyndun á honum eftir að hafa fengið símtöl frá gjaldeyrismiðlurum bankanna.
Ásgeir Jónsson seðlabankstjóri segir ekki æskilegt að fjárfestar og fyrirtæki séu í þeirri stöðu að þurfa oft að taka ákvarðanir um gjaldeyrisviðskipti sem grundvallast á takmörkuðum upplýsingum um markaðinn og verðmyndun á honum eftir að hafa fengið símtöl frá gjaldeyrismiðlurum bankanna. Stöð 2/Ívar

Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.


Tengdar fréttir

Ósk um hlé á gjald­eyris­kaupum líf­eyris­sjóða kom peningastefnunefnd á ó­vart

Sú ákvörðun Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í upphafi faraldursins árið 2020 að beina því til íslensku lífeyrissjóðanna um að gera tímabundið hlé á gjaldeyriskaupum sínum kom öðrum nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans „á óvart“ að sögn erlendra sérfræðinga sem hafa gert ítarlega úttekt á starfsemi bankans.

Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember

Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×