Viðskipti innlent

SaltPay verður Teya

Atli Ísleifsson skrifar
Jónína Gunnarsdóttir er forstjóri SaltPay, sem brátt verður Teya.
Jónína Gunnarsdóttir er forstjóri SaltPay, sem brátt verður Teya. Aðsend

Til stendur að breyta nafni fjártæknifyrirtækisins SaltPay þar sem vörumerkið Teya verður tekið upp.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til viðskiptavina.

Um ástæður þess að verið sé að skipta um nafn segir að árið 2019 hafi félagið sett sér þá stefnu að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að vaxa.

„Í því skyni að efla þessa stefnu enn frekar höfum við unnið að þróun vara og þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Við erum spennt að kynna þessar vörur og þjónustu á næstu mánuðum.

Nýja vörumerkið mun hjálpa okkur að miðla einfaldaðri mynd af þeirri fjölbreyttu þjónustu sem við bjóðum upp á,“ segir í tilkynningunni.

SaltPay er fjártæknifyrirtæki sem sinnir þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.