Greint er frá kaupunum í tilkynningu frá Myllunni. Þar er haft eftir Hermanni Stefánssyni, forstjóra Myllunnar-Ora, að áhugaverð tækifæri felist í kaupunum þar sem vörumerkið Grunnars er rótgróið. Þá styrki það vöruframboð Myllunar-Ora.
„Innlend matvælaframleiðsla á undir högg að sækja í krefjandi umhverfi og kaupin á Gunnars eru til þess fallin að styrkja undirliggjandi rekstur og þannig grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að aðilar samningsins munu ekki tjá sig um kaupin á meðan þau eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Sem fyrr segir voru kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. gerð ógild fyrr á þessu ári. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kom fram að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum.