Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:06 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu. Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira