Viðskipti innlent

For­maður knatt­spyrnu­deildar ÍR í eig­enda­hóp lög­fræði­stofu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Axel Kári Vignisson er nýr meðeigandi hjá Íslensku lögfræðistofunni.
Axel Kári Vignisson er nýr meðeigandi hjá Íslensku lögfræðistofunni.

Axel Kári Vignisson hefur bæst í eigendahóp Íslensku lögfræðistofunnar. Aðrir eigendur eru hæstaréttarlögmennirnir Arnar Kormákur Friðriksson, Haukur Örn Birgisson og Ómar Örn Bjarnþórsson.

Ásamt því að vera lögmaður hefur Axel Kári gegnt stöðu formanns knattspyrnudeildar ÍR síðan á síðasta ári. Fyrir það lék hann knattspyrnu með félaginu og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. 

Axel Kári er með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann sérhæfir sig í verkefnum á sviði vátryggingaréttar, refsiréttar og fasteignaréttar. Hann er með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni frá árinu 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×