Neytendur

Opnað fyrir skil á skatt­fram­tali

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þau sem náðu 16 ára aldri á árinu 2022 þurfa að skila skattframtali í fyrsta sinn nú árið 2023.
Þau sem náðu 16 ára aldri á árinu 2022 þurfa að skila skattframtali í fyrsta sinn nú árið 2023. Vísir/Vilhelm

Opnað verður fyrir skil á skattframtali síðar í dag vegna tekna á árinu 2022. Skilafrestur framtalsins er til 14. mars. 

Skil skattframtalsins eru framkvæmd á þjónustuvef RSK, skatturinn.is. Veitt er framtalsaðstoð í síma 442-1414 og fyrirspurnir skal senda á netfangið framtal@skatturinn.is.

Allir þeir sem eru sextán ára og eldri þurfa að skila skattframtali. Framtalsleiðbeiningar er hægt að nálgast inni í framtalinu og einnig er hægt að fá þær í bæklingaformi. 

Niðurstaða álagningar mun liggja fyrir eigi síðar en 31. maí 2023 og verður hún birt á þjónustuvef Skattsins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.