Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:06 Sam Bankman-Fried er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólögleg kosningaframlög í tengslum við gjaldþrot FTX í fyrra. Fyrirtækið var þriðja stærsta rafmyntarkauphöll heims. AP/Seth Wenig Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát. Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bankman-Fried, sem stýrði FTX í þrot í nóvember, gengur laus gegn 250 milljóna dollara tryggingu og býr hjá foreldrum sínum í Palo Alto í Kaliforníu. Hann er ákærður fyrir féfletta fjárfesta og stela innistæðum viðskiptavina FTX. Saksóknarar héldu því nýlega fram að Bankman-Fried hefði sent dulkóðuð skilaboð í gegnum samskiptaforritið Signal til yfirlögfræðings FTX. Í skilaboðunum hafi hann óskað eftir samstarfi. Þetta telja saksóknararnir benda til þess að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni sem gæti bendlað hann við glæp, að sögn AP-fréttastofunnar. Af þeim sökum óskuðu saksóknararnir eftir því að Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, setti frekari skorður við notkun Bankman-Frieds á raftækjum og netinu, meðal annars með því að banna honum að nota samskiptaforrit og krefjast þess að eftirlitshugbúnaði verði komið fyrir í síma hans og tölvu. Kaplan sagði að honum virtist sem að Bankman-Fried hefði gert hluti sem bentu til þess að hann hefði framið eða reynt að fremja glæp á meðan hann gengur laus gegn tryggingu. Þegar uppi væri staðið væri fangelsun mögulega skilvirkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Bankman-Fried nýtti sér raftæki til að hafa samskipti sem ekki væri hægt að fylgjast með. Mark Cohen, lögmaður Bankman-Frieds, sagði kröfur saksóknara harðneskjulegar og að þær gerðu honum erfitt fyrir að búa sig undir réttarhöldin sem eiga að hefjast í haust. Þegar dómarinn benti honum á að svo virtist sem að Bankman-Fried hefði rofið skilmála lausnar sinnar með því að nota dulkóðaða vefsíðu til þess að horfa á útsendingu frá Ofurskálinni um síðustu helgi sagðist Cohen gera sér grein fyrir að skjólstæðingur sinn þyrfti að fara að öllu með gát.
Gjaldþrot FTX Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira