Viðskipti innlent

Fella niður kostnað vegna fjar­skipta til Tyrk­lands og Sýr­lands

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála hjá Vodafone.
Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála hjá Vodafone.

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur tilkynnt að kostnaður við símtöl og smáskilaboð til Tyrklands og Sýrlands verði felldur niður í febrúar.

„Heimurinn er harmi sleginn yfir þeim hörmungum sem að jarðskjálftinn hefur valdið í Tyrklandi og Sýrlandi. Til að létta aðstandendum og hjálparliðum samskipti við ástvini og viðbragðsaðila hefur Vodafone ákveðið að fella niður gjöld á símtölum og SMS skilaboðum til Tyrklands og Sýrlands fyrir febrúarmánuð. 

Vegna álags á samskiptainnviði á hamfarasvæðinu biðlum við til viðskiptavina að senda SMS svo að hjálparaðilar hafi greiðan aðgang að kerfinu,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála hjá Vodafone.

,,Við vonum að þetta framlag hjálpi viðskiptavinum okkar að tengjast ástvinum sínum á þessum erfiðu tímum," bætir Sesselía við.

Vísir og Vodafone eru undir hatti Sýnar hf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×