Bjørnsen skúrkurinn hjá Norðmönnum sem féllu úr leik Smári Jökull Jónsson skrifar 25. janúar 2023 19:16 Sander Sagosen reynir að brjótast í gegnum vörn Spánverja. Vísir/EPA Spánverjar eru komnir í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Noregi í tvíframlengdum leik. Lokatölur 35-34 þar sem Norðmenn fóru illa að ráði sínu í lok venjulegs leiktíma. Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk. HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk.
HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira