Innlent

Svona var upp­lýsinga­fundurinn um nýja þjóðar­höll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Laugardalshöll er komin til ára sinna.
Laugardalshöll er komin til ára sinna. Vísir/Egill

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi.

Það er forsætisráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg sem boða til kynningarfundarins sem haldinn verður VOX Club á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 11:30.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Fundurinn verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi sem og í beinni textalýsingu hér að neðan.

Í fundarboði fundarins kemur fram að farið verði yfir áætlaða stærð, staðsetningu, byggingarkostnað, notkun og notendur Þjóðarhallar, ásamt tengingu við önnur íþróttamannvirki, stöðu deiliskipulags og útboðs, og fyrirhuguð verklok.

Skýrsla um fyrirhugaða byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku. Þar kom fram að talið væri að kostnaður við byggingu þjóðarhallar muni nema 14,2 milljörðum króna. Ráðgert væri að höllin yrði nítján þúsund fermetrar og tæki 8.600 manns í sæti. Gangi áætlanir eftir gætu viðburðir farið fram í höllinni árið 2025, samkvæmt skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×