„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 11:03 Birgir ræddi við The Street meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Vísir/Vilhelm „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira