Neytendur

Fóru beinustu leið að skila og skipta gjöfum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Kringlan í jólabúningi

Fyrsti opnunardagur verslana eftir jól var í dag og má því gera ráð fyrir því að margir hafi nýtt tækifærið til að skila eða skipta jólagjöfum sem hentuðu ekki alveg. En hversu rúmur er skilafresturinn og er algengt að fólk skili jólagjöfum?

Fékkstu raftæki sem þú áttir fyrir eða fékkstu jafnvel tvö eintök af sömu bókinni í jólagjöf? Er skyrtan númeri of lítil eða skórnir númeri of stórir? Ekki örvænta, ef þetta hentar ekki þá bara skilarðu eða skiptir, það er ekkert mál. Eða er það svo?

Fyrsti opnunardagur verslana eftir jól var í dag og má því gera ráð fyrir því að margir hafi nýtt tækifærið til að skila eða skipta jólagjöfum sem hentuðu ekki alveg. En hversu rúmur er skilafresturinn og er algengt að fólk skili jólagjöfum?

Lítið sem ekkert samræmi er á milli verslana hvað varðar lengd skilafrests á vörum en formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikið sé um fyrirspurnir til samtakanna varðandi knappan skilafrest. 

Vafi leikur á um lögformlegar reglur um skilafrest. Til eru tillögur að verklagsreglum frá árinu 2000 sem Viðskiptaráðuneytið gaf út sem mæla með því að fresturinn sé ekki skemmri en tvær vikur. Fyrirtækjum er þó ekki skylt að fara eftir þeim. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×