Neytendur

Verðið á jólamatnum hækkar hressilega milli ára

Jakob Bjarnar skrifar
Hætt er við að mörgum bregði í brún þegar þeir opna kreditkortareikninginn eftir jól. Verð á matvöru hefur hækkað verulega.
Hætt er við að mörgum bregði í brún þegar þeir opna kreditkortareikninginn eftir jól. Verð á matvöru hefur hækkað verulega. vísir/vilhelm

Þó flestir loki augunum í aðdraganda jóla, vilji „njódda og livva“ eins og skáldið sagði, og leyfa sér er hætt við að þeim hinum sömu bregði í brún þegar kreditkortafyrirtækin senda út sína reikninga eftir jól.

Verð á jólamat hækkar í miklum meirihluta tilfella milli ára og í flestum tilfellum er um miklar verðhækkanir að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu Verðlagseftirliti ASÍ og tekur til þeirra vörutegunda sem voru til skoðunar í könnunum eftirlitsins fyrir jól 2021 og 2022. Könnun var gerð á sama tíma, frá 15. desember 20121 og 13. desember 2022 í Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimakaup.is.

Í 81 prósentum tilfella hækkuðu vörur í verði en lækkuðu í 19 prósentum tilfella. „Í 16% tilfella hækkaði verð á bilinu 0-5%, í 19% tilfella um 5-10% og í 18% tilfella um 10-15%.“

Fram kemur að miklar verðhækkanir voru í öllum vöruflokkum en verð á kjöti, kaffi, brauð- og kornvöru og þurrvöru og dósamat hækkaði mest. Verð á mjólkurvöru hækkaði einnig mikið en lágt hlutfall tegunda í þeim vöruflokki lækkaði í verði eða hækkaði lítið í verði milli ára.

„Verð hækkaði mest hjá Heimkaup og næst mest í Iceland en hátt hlutfall vara í þessum verslunum hækkaði mikið í verði milli ára. Verð á jólamat hækkaði hins vegar minnst í Kjörbúðinni, Nettó og Fjarðarkaupum en þær verslanir voru með hæsta hlutfall vara sem lækkaði í verði og hækkaði minnst í verði,“ segir meðal annars í tilkynningunni.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×