Verðið á jólamatnum hækkar hressilega milli ára Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2022 16:10 Hætt er við að mörgum bregði í brún þegar þeir opna kreditkortareikninginn eftir jól. Verð á matvöru hefur hækkað verulega. vísir/vilhelm Þó flestir loki augunum í aðdraganda jóla, vilji „njódda og livva“ eins og skáldið sagði, og leyfa sér er hætt við að þeim hinum sömu bregði í brún þegar kreditkortafyrirtækin senda út sína reikninga eftir jól. Verð á jólamat hækkar í miklum meirihluta tilfella milli ára og í flestum tilfellum er um miklar verðhækkanir að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu Verðlagseftirliti ASÍ og tekur til þeirra vörutegunda sem voru til skoðunar í könnunum eftirlitsins fyrir jól 2021 og 2022. Könnun var gerð á sama tíma, frá 15. desember 20121 og 13. desember 2022 í Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimakaup.is. Í 81 prósentum tilfella hækkuðu vörur í verði en lækkuðu í 19 prósentum tilfella. „Í 16% tilfella hækkaði verð á bilinu 0-5%, í 19% tilfella um 5-10% og í 18% tilfella um 10-15%.“ Fram kemur að miklar verðhækkanir voru í öllum vöruflokkum en verð á kjöti, kaffi, brauð- og kornvöru og þurrvöru og dósamat hækkaði mest. Verð á mjólkurvöru hækkaði einnig mikið en lágt hlutfall tegunda í þeim vöruflokki lækkaði í verði eða hækkaði lítið í verði milli ára. „Verð hækkaði mest hjá Heimkaup og næst mest í Iceland en hátt hlutfall vara í þessum verslunum hækkaði mikið í verði milli ára. Verð á jólamat hækkaði hins vegar minnst í Kjörbúðinni, Nettó og Fjarðarkaupum en þær verslanir voru með hæsta hlutfall vara sem lækkaði í verði og hækkaði minnst í verði,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Matur Jól Verðlag Tengdar fréttir Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. 22. desember 2022 09:12 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Verð á jólamat hækkar í miklum meirihluta tilfella milli ára og í flestum tilfellum er um miklar verðhækkanir að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu Verðlagseftirliti ASÍ og tekur til þeirra vörutegunda sem voru til skoðunar í könnunum eftirlitsins fyrir jól 2021 og 2022. Könnun var gerð á sama tíma, frá 15. desember 20121 og 13. desember 2022 í Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimakaup.is. Í 81 prósentum tilfella hækkuðu vörur í verði en lækkuðu í 19 prósentum tilfella. „Í 16% tilfella hækkaði verð á bilinu 0-5%, í 19% tilfella um 5-10% og í 18% tilfella um 10-15%.“ Fram kemur að miklar verðhækkanir voru í öllum vöruflokkum en verð á kjöti, kaffi, brauð- og kornvöru og þurrvöru og dósamat hækkaði mest. Verð á mjólkurvöru hækkaði einnig mikið en lágt hlutfall tegunda í þeim vöruflokki lækkaði í verði eða hækkaði lítið í verði milli ára. „Verð hækkaði mest hjá Heimkaup og næst mest í Iceland en hátt hlutfall vara í þessum verslunum hækkaði mikið í verði milli ára. Verð á jólamat hækkaði hins vegar minnst í Kjörbúðinni, Nettó og Fjarðarkaupum en þær verslanir voru með hæsta hlutfall vara sem lækkaði í verði og hækkaði minnst í verði,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
Matur Jól Verðlag Tengdar fréttir Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. 22. desember 2022 09:12 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. 22. desember 2022 09:12