Samstarf

Pieta hlaut milljón krónu jólastyrk

N1
Þórunn Finnsdóttir tekur við styrknum úr hendi Hinriks Más Bjarnasonar, framkvæmdastjóra N1, og hópi starfsfólks fyrirtækisins.
Þórunn Finnsdóttir tekur við styrknum úr hendi Hinriks Más Bjarnasonar, framkvæmdastjóra N1, og hópi starfsfólks fyrirtækisins.

Pieta samtökin hlutu á föstudag 1 milljóna króna jólastyrk frá N1. Árlega velur starfsfólk fyrirtækisins góðgerðarmálefni til að styrkja en þetta er annað árið í röð sem Pieta samtökin verða fyrir valinu. Auk samtakanna valdi starfsfólk N1 að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Mæðrastyrksnefnd Akraness fyrir þessi jól.

Þetta er fimmta árið í röð sem N1 ákveður að veita styrki til góðgerðarmála í stað þess að senda jólagjafir til samstarfsaðila og viðskiptavina. Kosning starfsfólksins fór fram á Relesys, smáforriti starfmanna N1, og hlaut Pieta yfirburðakosningu. Þórunn Finnsdóttir, fagstjóri hjá Pieta, veitti styrknum viðtöku i höfuðstöðvum N1 á Dalvegi í Kópavogi á föstudag. Þar þakkaði hún starfsfólkinu fyrir sýndan hlýhug og undirstrikaði mikilvægi styrksins fyrir starfsemi samtakanna.

„Styrkur sem þessi mun gera okkur kleift að styðja enn betur við fræðslu- og forvarnarstarf Pieta. Samtökin, sem alfarið eru rekin fyrir sjálfsaflarfé, hafa vaxið hratt frá stofnun þeirra árið 2016 og það er ekki síst fyrir tilstuðlan frjálsra framlaga eins og þessara. Velvild starfsfólks N1 mun því koma að góðum notum og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn,“ segir Þórunn Finnsdóttir.

Þyri Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segir veitingu jólastyrkja orðna órjúfanlegan stund á aðventunni hjá N1. „Það skapast alltaf mikil eftirvænting hjá starfsfólki okkar að heyra hvaða málefni hljóta jólastyrk það árið. Við setjum valið í hendur starfsfólks N1 um land allt sem ákvað að styrkja þessi fjögur samtök í ár, sem öll vinna ómetanlegt starf í íslensku samfélagi,“ segir Þyrí.

Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 og sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Frá apríl 2020 til desember 2020 varð 140 prósent aukning í þjónustu samtakanna og því ljóst að þörfin fyrir störfum þess er mikil í samfélaginu. Mæðrastyrksnefndir Reykjavíkur og Akraness aðstoða einstæðar mæður og feður, börn þeirra, öryrkja og eldri borgara. Einnig er neyðin mikil á heimilum sem hafa orðið fyrir atvinnumissi þar sem börn búa við krappari kjör. Fjölskylduhjálp Íslands veitir fjölskyldum og einstaklingum í neyð mataraðstoð ásamt því að bjóða upp á sölu á ódýrum fatnaði. Jólamánuðurinn sker sig alltaf úr þegar þúsundir einstaklinga ár hvert njóta aðstoðar til að halda gleðileg jól.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×