Neytendur

Kr. í Þor­láks­höfn og Vík verða að Krónunni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kr. í Þorlákshöfn hefur verið breytt í Krónuverslun. Ný verð, nýjar merkingar og nýir opnunartímar eru meðal breytinga.
Kr. í Þorlákshöfn hefur verið breytt í Krónuverslun. Ný verð, nýjar merkingar og nýir opnunartímar eru meðal breytinga.

Verslununum Kr. í Þorlákshöfn og Vík í Mýrdal hefur verið breytt í Krónuverslanir. Verðið þar breytist í dag og verða verslunirnar teknar í gegn eftir áramót. Verslunarstjórinn í Þorlákshöfn segir breytingarnar muna öllu fyrir bæjarbúa. 

Verslunin Kjarval var um nokkur skeið rekin af Festi í Þorlákshöfn og í Vík en síðan í fyrra hafa verslanirnar verið kallaðar Kr. Þorlákshöfn og Kr. Vík. Það var gert eftir að verslun Kjarval á Hellu var lokað og versluninni á Hvolsvelli breytt í Krónuna. Þá voru tvær Kjarvals verslanir eftir, í Þorlákshöfn og í Vík. Þeim var breytt í Kr. verslanir. 

Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árnason, verslunarstjóri Krónunnar í Þorlákshöfn, að þetta muni öllu fyrir bæjarbúa. 

„Nú verður allt á þessu stórmarkaðsverði. Verðin breytast í dag en svo verður verslunin tekin í gegn eftir áramót. Allar merkingar og svona. Svo verður hún stækkuð og breytt smá,“ segir Ingólfur. 

Verslunin er nú einnig komin með nýjan opnunartíma, opin frá klukkan 10 til 19 á virkum dögum og frá klukkan 11 til klukkan 18 um helgar. Þá verður Skannað og skundað vera innleitt í versluninni á nýju ári. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×