Viðskipti innlent

Taka fyrstu breið­þotuna í notkun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Flugvélin flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll síðdegis í dag.
Flugvélin flaug lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll síðdegis í dag. Icelandair

Icelandair Cargo hefur tekið fyrstu breiðþotu félagsins í notkun. Fyrsta flug vélarinnar er áætlað í kvöld til Liege í Belgíu. Vélin er af gerðinni Boeing 767.

Nýja vélin er með tvöfalda flutningsgetu miðað við þær vélar sem fyrir eru. Vélin kom hingað til lands á dögunum  og mun hún fljúga til Liege, New York og Chicago. 

„Lengra drægi skapar mikil tækifæri til að fjölga áfangastöðum og þannig áformar félagið að bjóða upp á beint fraktflug til Los Angeles á næsta ári. Þar með mun dreifikerfi Icelandair Cargo ná á þrjú mikilvæg markaðssvæði í Bandaríkjunum -- Los Angeles á vesturströndinni, Chicago í miðríkjum og New York á austurströndinni,“ segir í tilkynningu sem Icelandair sendi fyrr í dag. 

Flugfélagið sér einnig mikil tækifæri í því að byggja upp tengimiðstöð fyrir frakt á Keflavíkurflugvelli, líkt og hefur verið gert í farþegaflugi. Markaðurinn fyrir vöruflutninga á milli Evrópu og Norður-Ameríku er sá stærsti í heimi og sér Icelandair mikið sóknartækifæri þar. 

„Við eru mjög spennt að hefja fraktflug á breiðþotum. Umsvif okkar í fraktflutningum hafa aukist mikið undanfarin ár og munu nýju vélarnar skapa enn meira rými til vaxtar. Við höfum skýra framtíðarsýn um að byggja upp fraktmiðstöð á Keflavíkurflugvelli fyrir vöruflutninga á milli Evrópu og Norður-Ameríku, auk þess sem Asía gæti bæst við í framtíðinni. Með því að bæta við tengingum opnast ný og spennandi tækifæri fyrir íslenska inn- og útflutningsaðila, sérstaklega hvað varðar flutninga á ferskvörum,“ er haft eftir Gunnari má Sigurfinnssyni, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo, í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.