Viðskipti innlent

Play aldrei verið stund­vísara

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sætanýting flugfélagsins Play var meiri en hjá Icelandair annan mánuðinn í röð. Birgir Jónsson er forstjóri Play.
Sætanýting flugfélagsins Play var meiri en hjá Icelandair annan mánuðinn í röð. Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar.

Í tilkynningu frá Play segir að rúmlega 75 þúsund farþegar hafi flogið með flugfélaginu í nóvember á þessu ári, fjórum sinnum fleiri en í nóvember árið 2021. Sætanýtingin er mest í flugferðum til London, Paris og Tenerife, um það bil níutíu prósent. 

Annan mánuðinn í röð var sætanýting Play meiri en hjá Icelandair. Í október var sætanýting Play 81,9 prósent en áttatíu prósent hjá Icelandair. Í nóvember var hún 79,1 prósent hjá Play og 73 prósent hjá Icelandair. 

Stundvísi var 98,2 prósent í nóvember en Play hefur aldrei náð betri stundvísi frá því að full starfsemi hófst. Seinkanir höfðu áhrif á einungis örfáar flugferðir. Stundvísi félagsins í október var 95,4 prósent. 

„Það er alveg óhætt að halda því fram að farþegatölurnar okkar hafi verið mjög fínar fyrir nóvembermánuð. Það hefur verið einkar ánægjulegt að sjá meiri en 90% sætanýtingu á mörkuðum á borð við London og París sem eru báðir mikilvægir markaðir fyrir leiðakerfið okkar. Þá er ég virkilega stoltur af stundvísi Play í mánuðinum og þakka ég starfsfólki Play fyrir þennan góða árangur. Okkur er mjög í mun um að þjónusta farþega Play á sem bestan hátt og þetta er afraksturinn,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Stundvísi komin yfir níutíu prósent

Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×