Borgin Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum bætist við sem áfangastaður Delta Air Lines á Íslandi frá og með 15. maí næstkomandi. Um er að ræða þriðja áfangastaðinn sem fólk getur ferðast til frá Íslandi með Delta.
Flogið verður fjórum sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli með Boeing 757 þotum fram í miðjan október. Nú þegar býður Delta upp á flug frá Íslandi til New York og Minneapolis/St. Paul.
Alls verða því 36 flugferðir með Delta í hverri viku milli Íslands og Bandaríkjanna á næsta ári, alls 6.248 flugsæti. Delta hefur flogið frá Íslandi til New York frá því árið 2011.
„Hin auknu umsvif Delta endurspegla vinsældir Íslands sem áfangastaðar í Bandaríkjunum. Það sem af er þessu ári hafa bandarískir ferðamenn verið þriðjungur erlendra ferðamanna hér á landi samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu,“ segir í tilkynningu frá Delta.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira