Jóladagatal kennir íslenskum börnum að þekkja réttindi sín
SOS Barnaþorpin
Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir er kynnir jóladagatals SOS Barnaþorpanna
Þau koma af ýmsum gerðum jóladagatölin sem herja á landsmenn á þessari aðventu sem fyrr. Börnin fá sín jóladagatöl á sjónvarpsstöðvunum og veggdagatölum sem gefa sælgæti.
SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða nú áttunda árið í röð upp á það sem nefnt er „Öðruvísi jóladagatal" en bak við hvern glugga í því eru fræðandi myndbönd um börn sem búa við mjög ólíkar aðstæður en þau íslensku þekkja.
Þetta er í fyrsta sinn sem þetta jóladagatal er framleitt hér á landi.
Öðruvísu jóladagatal SOS Barnaþorpanna hefur göngu sína í dag, 1. desember og tvinnast nú Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna inn í það. Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir er kynnir jóladagatalsins og á hverjum degi kennir hún börnum að þekkja réttindi sín. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta jóladagatal er framleitt hér á landi. Það er framleitt af SOS Barnaþorpunum í samvinnu við Þorleif Einarsson.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.