Innherji

Inn­lán at­vinnu­fyrir­tækja aukist um fjórðung frá ára­mótum

Hörður Ægisson skrifar
Vöxtur peningamagns á árinu hefur að mestu verið drifin áfram af aukningu í innlánum fyrirtækja, einkum þjónustufyrirtækja og fyrirtækja í iðnaði.
Vöxtur peningamagns á árinu hefur að mestu verið drifin áfram af aukningu í innlánum fyrirtækja, einkum þjónustufyrirtækja og fyrirtækja í iðnaði. Vísir/Vilhelm

Ekkert lát er á umfangsmiklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja í bönkunum og hafa þau aukist langt umfram verðbólgu á árinu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa innlánin tekið um 70 milljarða króna stökk, eða um heil tíu prósent, þar sem líklegt má telja að muni mikið um stórar greiðslur sem hafa borist eftir söluna á Mílu og Tempo.


Tengdar fréttir

Inn­lán líf­eyr­is­sjóð­a minnk­a ört eftir miklar fjárfestingar erlendis

Innlán lífeyrissjóða hafa dregist hratt saman á einu ári eða um 26 prósent. Sérfræðingar segja að hluti skýringarinnar felist í að lífeyrissjóðir hafi fjárfest í erlendum hlutabréfum fyrir um 150 milljarða. Eðlilegt sé að innlán dragist saman í ljósi þess að vænt ávöxtun annarra eignaflokka sé hærri. Vísbendingar séu um að botninum sé náð og að kauptækifæri hafi skapast til dæmis á hlutabréfamarkaði.

Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára

Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.

Innlán fyrirtækja bólgnað út um nærri 50 prósent á rúmlega einu ári

Ekkert lát er á miklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja en frá því um vorið 2021 hafa þau aukist að umfangi í bankakerfinu um nærri fimmtíu prósent. Á sama tíma hefur verið afar lítil aukning í innlánum heimilanna sem hafa skroppið saman að raunvirði á síðustu mánuðum og misserum.

SÍ brýnir fyrir bönkunum að bæta lausa­fjár­stöðuna á næstu misserum

Viðskiptabankarnir verða að auka markaðsfjármögnun, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og samhliða huga að bindingu innlána til að treysta lausafjárstöðu sína til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×