Afsláttardagurinn Black Friday, eða Svörtudagur, var á föstudag og annar eins netafsláttardagur verður á morgun. Þessir dagar hafa fest sig í sessi hér á landi á undanförnum árum og eru jafnvel farnir að teygja sig yfir helgina og því margir sem nýta sér þessa daga til að kaupa inn fyrir jólin.
„Jólaverslunin hefur aðeins færst til. Það er að segja, hér áður fyrr fór hún meira og minna fram í desember. En nú má segja að nóvember og desember séu mánuðirnir sem jólaverslunin kveður hvað mest að sér. Auðvitað eiga þessir afsláttardagar, til dæmis netsöludögum, ríkan þátt í því.
segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Netverslun sé ekki sú eina sem njóti góðs af þessum afsláttardögum.
„Físisk verslun nýtur líka góðs af þessu því mjög oft færast þessi nettilboð inn í verslanir. Þú getur í sumum tilfellum verslað í verslun eða á netinu. Menn teygja dálítið lopann í þessu.
Neytendur séu margir fegnir þessum afsláttardögum.
„Ég geri ráð fyrir að fólk nýti sér svona afsláttardaga fyrir jól. Sérstaklega í ljósi þess að það kreppir í það, sérstaklega í ljósi efnahagsástandsins. Þetta er örugglega kærkomið fyrir marga fyrir jólin.“