Jól

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.
Tónlistarkonan Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap.

Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?

„Álfurinn allan daginn. Ég eeelska jólin og veturinn, svo er ég peysu sjúk! Svo veturinn hentar sérstaklega vel þegar maður vill vera í þykkum peysum allan daginn.“

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

„Þær eru margar! En ætli standi ekki mest upp úr þegar maðurinn minn bað mín á aðfangadag.“

Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Fyrir utan giftingarhringinn, þá var það þegar ég var tuttugu og eins árs og ég fékk minn fyrsta alvöru míkrófón í jólagjöf. Þarna var ég nýfarin að búa og átti því alls ekki pening til að spreða í eigin míkrófón.“

Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Ég er greinilega mjög heppin, því ég hef ekki fengið gjöf sem er eitthvað út úr kú. Gjöf er líka alltaf gjöf. Maður á bara að vera þakklátur fyrir það sem manni er gefið.“

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

„Að setja upp jólaþorpið í stofunni okkar með stelpunni minni. Strákarnir eru vaxnir upp úr því.“

Guðrún Árný heldur mikið upp á þá hefð að setja upp jólaþorpið ásamt dóttur sinni.

Hvert er þitt uppáhalds jólalag?

„Sleðasöngurinn með Brooklyn Fæv.“

Hver er þín uppáhalds jólamynd?

„Grinch og Holiday og Christmas Vacation. Ah, ég get ekki valið!“

Hvað borðar þú á aðfangadag? 

„Við erum með steinasteik, humar og naut. Allir elda sitt kjöt sjálfir, svo við erum lengi við borðið.“

Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár?

„Ég var einmitt að enda við að segja við manninn minn að það væri ekkert sem mig langaði í. Nú er maður kominn á þann stað að maður á allt og skortir ekkert. Mig langar bara í róleg jól og gleðja krakkana mína.“

Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?

„Ég hef alist upp við það að heyra jólaklukkurnar á Rúv hringja inn jólin. Við setjumst niður á slaginu sex og hlustum á bjöllurnar og messuna.“

Það er nóg að gera í tónlistinni hjá Guðrúnu Árný í desember.

Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?

„Það er allt of mikið í gangi. Ég var að gefa út nýtt lag. Það heitir Desember. Ég samdi bæði lag og texta. Þetta lag er um mig og þegar ég hitti manninn minn fyrst. Þá var ég aðeins átján ára gömul. Við hittumst 3. desember árið 2000. Ég er svakalega ánægð lagið. Þetta er live flutningur frá jólatónleikunum mínum í fyrra. Ég er að fylgja því eftir eins og ég get.

Ég er að syngja út um allt. Svo er það svona stóri punkturinn að ég verð með mína árlegu jólatónleika 11. desember. Alvöru fjölskyldutónleikar og það er frítt fyrir 10 ára og yngri. Vonandi sé ég sem flesta þar.“


Tengdar fréttir

Sá sem gaf Gumma Kíró göngu­skó í jóla­gjöf hefði átt að vita betur

Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Gaf for­eldrum sínum hræði­lega jóla­gjöf sem var fljótt látin hverfa

Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.