Ætla að koma allri starfsemi IKEA á einn stað Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:42 Eins og sjá má eru vinnuvélar mættar í hraunið til að sinna jarðvegsvinnu. Myndin var tekin í morgun. Vísir/Vilhelm Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ. Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend IKEA Garðabær Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend
IKEA Garðabær Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira