Innlent

Bein út­sending: Nýr um­ferðar­vefur kynntur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nýr vefur Vegagerðarinnar verður kynntur á fundinum.
Nýr vefur Vegagerðarinnar verður kynntur á fundinum. Vísir/Vilhelm

Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar, umferdin.is, verður kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar klukkan níu í dag. Nýi vefurinn er mun nútímalegri og þægilegri í notkun fyrir snjalltæki. 

Vefurinn kemur til með að að leysa af hólmi færðarkort Vegagerðarinnar en í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að nýi vefurinn komi til með að gefa tækifæri til frekari framþróunar. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Dagskrá fundarins:

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, setur fundinn. 

Hvað felst í nýjum vef? Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar kynnir umferdin.is.

TomTom Traffic interpretation of the Vegagerdin incident feeds. Robin Tenhagen frá TomTom segir frá reynslu fyrirtækisins af því að nýta umferðar- og færðarupplýsingar Vegagerðarinnar.

Systurvefurinn sjolag.is. Helgi Gunnarsson, verkfræðingur á hafnadeild Vegagerðarinnar segir frá vefnum sjólag.is sem hefur verið í notkun um nokkra hríð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×