Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq

Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins.
Tengdar fréttir

Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða
Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins.

Leggja Oculis til 1,9 milljarða króna
Fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.