„Eins og tengdamóðir mín segir: Sportið er grimmt“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 13. október 2022 21:46 Helgi Már Magnússon var frekar súr eftir tap í Smáranum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum. „Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20