Innherji

Ís­land er í öðru sæti í vís­ifj­ár­fest­ing­um mið­að við höfð­a­töl­u

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Stjórnendur vísisjóða segja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.
Stjórnendur vísisjóða segja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.

Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.


Tengdar fréttir

Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE).

Controlant fengið 24 milljarða greidda fyrirfram frá lyfjarisanum Pfizer

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, er með samkomulag við bandaríska lyfjarisann sem hefur tryggt félaginu verulegar fyrirfram innheimtar tekjur. Í árslok 2021 námu slíkar tekjur tengdar samningum við Pfizer um 174 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna, og koma þær að mestu inn í reksturinn á þessu ári og því næsta.

Sidekick verðmetið á yfir 40 milljarða í fjármögnun leiddri af Novator

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér 55 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Innherja var fyrirtækið verðmetið á 300 til 350 milljónir dala í viðskiptunum, eða hátt í 45 milljarða króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×