Viðskipti innlent

Besta sæta­nýting í septem­ber frá upp­hafi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það vera ánægjulegt að sjá viðsnúning í starfsemi félagsins.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það vera ánægjulegt að sjá viðsnúning í starfsemi félagsins. Vísir/Egill

Sætanýting Icelandair í september var 83,3 prósent. Um er að ræða bestu sætanýtingu félagsins í september frá upphafi. Heildarfarþegafjöldi félagsins í september var 387 þúsund.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Fjöldi farþega var 86 prósent af fjöldanum í september árið 2019 en sætaframboð var 84 prósent af því fyrir þremur árum síðan.

Farþegar í millilandaflugi voru 362 þúsund talsins. Fjöldi farþega til Ísland svar 141 þúsund, frá Íslandi 48 þúsund og voru tengifarþegar 173 þúsund talsins. Stundvísi var 71 prósent. Lægra stundvísi má útskýra með vísun til slæms veðurs og viðhalds flugvéla segir í tilkynningunni.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það vera ánægjulegt að sjá viðsnúninginn sem hefur orðið í starfsemi félagsins.

„Sætanýting hefur aldrei verið betri, farþegafjöldinn hefur náð góðu jafnvægi undanfarna mánuði og hlutfall tengifarþega er farið að nálgast það sem það var áður. Þessum viðsnúningi hafa þó fylgt áskoranir. Í sumar sáum við skýrt að innviðirnir á mörgum flugvöllum sem við fljúgum til erlendis héldu ekki í við vöxtinn og hlutust af því nokkrar raskanir,“ segir Bogi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×