Innlent

67 prósent hjúkrunar­fræðinga í­hugað al­var­lega að hætta

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón

66,8 prósent hjúkrunafræðinga, eða tveir af hverjum þremur, hefur íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Um það bil 1.900 hjúkrunarfræðingar svöruðu könnuninni, sem leiddi í ljós að álag og launakjör eru helstu ástæður þess að hjúkrunarfræðingar íhuga að hætta störfum.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við Fréttablaðið að á sama tíma og nærri 70 prósent hefðu íhugað að hætta séu yfir 60 prósent almennt ánægðir í starfi. 

„Fólki er hlýtt til fagsins en aðstæður eru að buga það,“ segir hún.

Guðbjörg segir könnunina hafa afhjúpað starfsaðstæður stéttarinnar en yfir 50 prósent segist sjaldan, stundum eða aldrei hafa talið sig geta tryggt lágmarksöryggi sjúklinga í upphafi vaktar. Þetta sá áminning fyrir samfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×