Umræðan

Vetur nálgast og Pútín er að mistakast

Carl Bildt skrifar

Þegar Vladimír Pútín hóf árásarstríð sitt gegn Úkraínu þann 24.febrúar síðastliðinn bjóst hann við skjótum og öruggum sigri.

Í ræðum og opinberum erindum sínum hafði hann gefið til kynna að Úkraína væri ekki raunveruleg þjóð og væri dæmd til þess að falla. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar sendi hann um 85 prósent alls herafla síns til að vinna að hinni svokölluðu „sérstöku hernaðaraðgerð.“

Í kjölfar skyndilegs árangurs gagnsóknar úkraínska hersins á undanförnum vikum hefur þó nýr kafli stríðsins hafist.

Augljóst er að Pútín misreiknaði sig rækilega við innrásina. Hann hefði átt að vita betur. Í kjölfar innlimunar Krímskaga árið 2014 gerði hann tilraunir til að sölsa undir sig stóran hluta landsvæða Úkraínu í austur- og suðurhluta landsins. Til þess nýtti hann bæði hersveitir honum hliðhollar frá viðkomandi svæðum, en líka eigin herafla. Úkraínumenn hafa hins vegar barist sköruglega fyrir frelsi sínu og og sjálfstæði þá. Þeir gera það líka í dag.

Í kjölfar skyndilegs árangurs gagnsóknar úkraínska hersins á undanförnum vikum hefur þó nýr kafi í stríðinu hafist.

Í apríl síðastliðnum þurfti Kreml þá þegar að viðurkenna að tilraunir til að ná völdum í Kyiv og steypa af stóli Úkraínustjórn hefðu ekki tekist sem skyldi. Eftir að rússneskar hersveitir hörfuðu frá höfuðborginni og nærliggjandi svæðum, blasti við öllum slóð eyðileggingar og stríðsglæpa af hálfu Rússa. Forysta rússneska hersins einbeitti þá að því að ná völdum í Donetsk og Luhansk-héruðunum auk allrar strandlínunnar austur af Odessa.

Undanfarna sex mánuði hefur Evrópa horft upp á hörðustu stríðsátök síðan í síðari heimsstyrjöldinni eiga sér stað. Rússnesk stórskotalið hafa látið sprengjum rigna á úkraínskar borgir og þorp, þar sem engu er hlíft, hvort sem þar um ræðir íbúðahúsnæði, heilbrigðisstofnanir, leikskóla eða orkuver. 

Ég var staddur í Kyiv þegar fregnir af velgengni úkraínsku hersveitanna fóru að berast. Brúnin lyftist á öllum. „Núna,“ sögðu allir, „höfum við sýnt heiminum að við getum sigrað þetta stríð.“

Þrátt fyrir það hefur árangur Rússlands verið minni en búist hafði verið við. Vopnuð vestrænum vopnakerfum hefur úkraínskum hersveitum tekist að halda sjó. Átökin eru orðin langdregin og nú reynir á þrautseigju þeirra sem manna víglínuna. Sókn Rússlands hefur dofnað en gerir stærð landsins það að verkum að sífellt er hægt að endurnýja hersveitir í framlínunni (þrátt fyrir að gæði þeirra minnki með tímanum). Um tíma virtust möguleikar Úkraínu til að hafa sigur í átökunum í besta falli óljósir.

En vatnaskil hafa nú orðið í átökunum. Úkraína hóf gagnsókn, fyrst um sinn í suðurhluta landsins á svæðinu í kringum Kherson. Skömmu síðar var leifturárás gerð á rússneskar hersveitir í norðaustri á svæðinu sem umlykur Kharkiv, næststærstu borg landsins. Ég var staddur í Kyiv þegar fregnir af velgengni úkraínsku hersveitanna fóru að berast. Brúnin lyftist á öllum. „Núna,“ sögðu allir, „höfum við sýnt heiminum að við getum sigrað þetta stríð.“

Fregnir herma að andrúmsloftið hafi verið öllu þyngra í Moskvu, sem kemur lítt á óvart. Rússar eru nú að átta sig á því að fullnaðarsigur yfir úkraínska hernum og full innlimum landsins í Rússland, eins og Pútin hafði ætlað sér, er ekki möguleg.

Ein afleiðing þessa er að álitsgjafar hliðhollir Kreml tala nú um strategísk mistök og skort á birgðum til handa hermönnunum á víglínunni. Eins og einn orðaði það: „Við höfum þegar tapað, allt annað er bara tímaspursmál.“ 

Pútín heldur því statt og stöðugt fram, í beinni útsendingu frá byrgi sínu í Kreml, að allt gangi samkvæmt áætlun. En sú fullyrðing hefur augljóslega misst trúverðugleika.

Meira að segja ríkisfjölmiðlar Rússlands sýna merki örvæntingar. Sums staðar er kallað eftir allsherjarstríðsyfirlýsingu og herkvaðningu allra vopnbærra manna. Aðrir halda því fram að slíkt myndi engu breyta og ekkert bæta – tími sé kominn til setjast við samningaborðið og leita pólitískra lausna. 

Skilaboðin eru ekki skýr. Pútín heldur því statt og stöðugt fram, í beinni útsendingu frá byrgi sínu í Kreml, að allt gangi samkvæmt áætlun. En sú fullyrðing hefur augljóslega misst trúverðugleika.

Þar sem Pútín hefur misst alla raunverulega möguleika á að vinna hernaðarsigur, hefur hann nú gripið til þess að stöðva orkusölu til Evrópu í þeirri von að harður vetur á meginlandi Evrópu muni draga úr stuðningi við Úkraínu. 

Sú aðgerð felur í sér annan dómgreindarbrest ráðamanna í Kreml. Evrópa mun ekki láta af stuðningi sínum. Á fáum mánuðum hefur hlutfall rússnesks gass sem notað er í Evrópu lækkað úr 40 prósentum í 9 prósent. Gasbirgðageymslur fyrir veturinn eru 84 prósent fullar. Óneitanlega verða einhverjir erfiðleikar í Evrópu, en þeir munu ekki hafa pólitískar afleiðingar í för með sér. Gaskúgun Pútíns var eitt af hans síðustu vopnum og það verður deigara með degi hverjum.

Mín ágiskun er sú að Pútín mun áfram læsa sig inni í virki sínu í Kreml í gegnum veturinn í þeirri von að áætlun hans muni virka.

Nú þurfa Evrópa og Bandaríkin að stíga upp og auka stuðning við Úkraínu. Að leggja Úkraínu til 5 milljarða evra á mánuði til að halda starfsemi hins opinbera gangandi þar í landi kostar því sem nemur 0,03 prósent af vergri landsframleiðslu Evrópusambandsins. Sá stuðningur þarf að bætast við stöðugan straum af hergögnum til halda hersveitum Úkraínu vel vopnuðum. Bandaríkin hafa hingað til leitt hergagnasendingarnar en Evrópa getur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum.

Mín ágiskun er sú að Pútín mun áfram læsa sig inni í virki sínu í Kreml í gegnum veturinn í þeirri von að áætlun hans muni virka. Hins vegar mun Moskva átta sig á því á endanum að hvorki hernaðarleg né pólitísk markmið hennar munu nást. Á þeim tímapunkti mun koma upp ný staða. Ekki aðeins verður öllum ljóst að Rússland getur ekki sigrað – það gæti jafnvel litið svo út að Rússland muni á endanum tapa því stríði sem Pútín hóf sjálfur.

Þá mun Rússland enga aðra möguleika eiga en að loka kaflanum um strategísk mistök stjórnar Pútíns.

Höfundur  er fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, @Project Syndicate, 2022.

Innherji mun í samstarfi við Project Syndicate birta vikulega greinar um efnahagsmál, fjármálamarkaði og utanríkismál eftir ýmsa þekkta álitsgjafa. 


Tengdar fréttir

Úkraínustríðið ekki veikt undirstöður varnarsamningsins við Bandaríkin

Ef hið ólíklega gerðist og stefndi í átök milli NATO og Rússlands yrði öryggi Íslands komið undir fælingarstefnu NATO og Bandaríkjanna, varnarsamningi Íslands við Bandaríkin og framkvæmd varnaráætlunar Bandaríkjahers fyrir landið. Úkraínustríðið hefur ekki haft neinar afleiðingar sem veikja þessar undirstöður íslenskra öryggis- og varnarmála.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Umræðan

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.