Innlent

Sprota­fyrir­tækið Marea hlaut Blá­skelina

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis–, orku– og loftslagsráðherra, Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea og Eliza Reid, forsetafrú.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis–, orku– og loftslagsráðherra, Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea og Eliza Reid, forsetafrú. Umhverfisstofnun

Sprotafyrirtækið Marea hlaut Bláskelina, viðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn og gott fordæmi. Fyrirtækið hefur þróað náttúrulega filmu úr þörungahrati sem ætluð er fyrir grænmeti og ávexti.

Guðlaugur Þór Guðlaugsson umhverfisráðherra afhenti stofnandanum og framkvæmdastjóranum Julie Encausse viðurkenninguna á málþingi Plastlauss septembers í dag.

Uppfinning fyrirtækisins er frumleg og nýstárleg, en sérstöku efni er einfaldlega spreyjað á matvæli. Við það myndast filma sem stjórnar raka á yfirborðinu og ver matvælin þannig að geymsluþolið eykst. Plast kemur því hvergi við sögu, en filmuna má borða eða skola af matvælunum.

„Það að fá hvatningu frá stofnunum sem eru á bak við Bláskelina og fagfólkinu sem tók þátt í dómnefndinni er afar þýðingarmikið og það segir okkur að við erum allavega að vinna í rétta átt“ sagði Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea á athöfninni.

Bláskelin er veitt í fjórða sinn en endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut Bláskelina í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×