Körfubolti

Haukum spáð sigri en ÍR falli

Sindri Sverrisson skrifar
Tvíburasysturnar Anna Lilja og Lára Ösp Ásgeirsdætur smella kossi á Íslandsmeistarabikarinn sem Njarðvík vann í vor.
Tvíburasysturnar Anna Lilja og Lára Ösp Ásgeirsdætur smella kossi á Íslandsmeistarabikarinn sem Njarðvík vann í vor. vísir/bára

Haukum er spáð sigri í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur en Íslandsmeisturum Njarðvíkur er spáð 2. sæti. Nýliðum ÍR er spáð falli.

Þetta kom fram á kynningarfundi fyrir keppni í Subway-deild og 1. deild kvenna sem haldinn var í hádeginu. Keppni í Subway-deildinni hefst með heilli umferð 20. og 21. september og 1. deildin rúllar af stað 21. september. Fundinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Kynningarfundur Subway-deildar kvenna

Birt var árleg spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í deildunum, sem og spá fjölmiðlamanna um lokastöðuna í Subway-deildinni. Spárnar má sjá hér að neðan.

Subway-deild kvenna, spá félaganna:

  1. Haukar, 254 stig
  2. Njarðvík, 209
  3. Valur, 199
  4. Keflavík, 129
  5. Fjölnir, 100
  6. Breiðablik, 83
  7. Grindavík, 76
  8. ÍR, 30

*Hæsta mögulega gildi var 288 en lægsta 24.

Subway-deild kvenna, fjölmiðlaspá:

  1. Haukar, 86 stig
  2. Njarðvík, 71
  3. Valur, 64
  4. Keflavík, 47
  5. Fjölnir, 33
  6. Breiðablik, 28
  7. Grindavík, 22
  8. ÍR, 9

*Hæsta mögulega gildi var 96 en lægsta 8.

1. deild kvenna, spá félaganna:

  1. Ármann, 150 stig
  2. KR, 115
  3. Stjarnan, 115
  4. Þór Akureyri, 92
  5. Aþena/Leiknir/UMFK, 92
  6. Hamar/Þór, 74
  7. Snæfell, 50
  8. Tindastóll, 49
  9. Breiðablik B, 28

*Hæsta mögulega gildi var 180 en lægsta 15.

Liðin átta sem spila í Subway-deild kvenna í vetur eru Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Haukar, ÍR, Keflavík, Njarðvík og Valur.

Fjölnir varð deildarmeistari á síðustu leiktíð en Njarðvík vann svo Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Haukum í fimm leikja úrslitaeinvígi.

Ekkert lið féll á síðustu leiktíð, þar sem að Skallagrímur dró lið sitt úr keppni skömmu fyrir jól, en ÍR-ingar unnu sig upp úr 1. deildinni og verða því í deild þeirra bestu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×