Innherji

Öll hækkun á vægi erlendra eigna stóru sjóðanna þurrkast út á árinu

Hörður Ægisson skrifar
Sem hlutfall af heildareignum er vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum komið á sama stað og við upphaf faraldursins í ársbyrjun 2020 hjá tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins.
Sem hlutfall af heildareignum er vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum komið á sama stað og við upphaf faraldursins í ársbyrjun 2020 hjá tveimur stærstu lífeyrissjóðum landsins.

Sú mikla hækkun sem varð á vægi erlendra eigna hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins á árunum 2020 og 2021 þurrkaðist út á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hlutfall eigna í erlendum gjaldmiðlum í eignasafni LSR og Lífeyrissjóðs verslunarmanna er komið undir 40 prósent hjá báðum sjóðunum eftir að hafa farið hæst upp í um 45 prósent, rétt undir lögbundnu hámarki um erlendar fjárfestingar.


Tengdar fréttir

Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða

Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði.

Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna minnkaði mikið á fyrsta ársfjórðungi

Eftir að hafa aukist nánast stöðugt undanfarin misseri og ár þá minnkaði hlutfall erlendra eigna stærstu lífeyrissjóða landsins verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samhliða gengisstyrkingu krónunnar og miklum verðlækkunum bæði hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×