Viðskipti erlent

Goog­le fegri upp­lýsingar um mengum vegna flug­ferða

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Google greini ekki rétt frá mengun fluga sem birtist á Google flights. 
Google greini ekki rétt frá mengun fluga sem birtist á Google flights.  Getty/Valera Golovniov

Leitarvélin og tæknirisinn Google hefur verið sakaður um það að fegra magn mengunar sem komi frá flugum sem finnist í flugleitarkima leitarvélarinnar. Leitarniðurstöður Google hafi nú í einhvern tíma birt hversu mikil mengun eða magn gróðurhúsalofttegunda komi frá hverju flugi fyrir sig.

Guardian greinir frá því að breyting hafi orðið á þessar birtingu en tölurnar sem birtar voru hafi allt í einu lækkað til muna. Þetta skýrist af því að áður hafi Google birt magn gróðurhúsalofttegunda sem dreifðust vegna flugsins en nú sé magn koltvísýrings aðeins sýnilegt. Breytingin hafi ekki verið tilkynnt áður en hún var gerð.

Í yfirlýsingu vegna málsins segir Google málið snúast um nákvæmni upplýsinga sem séu gefnar og sé verið að leita leiða og rannsókna til þess að varpa ljósi á allskonar breytur sem geti haft áhrif á útreikninga sem þessa.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.