Viðskipti innlent

Að­gerðir Seðla­bankans farnar að hafa á­hrif

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ásgeir Jónsson er bankastjóri Seðlabankans.
Ásgeir Jónsson er bankastjóri Seðlabankans. Stöð 2/Egill

Hækkun vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða en í sérbýli um 3,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur þetta vera merki um að aðgerðir Seðlabankans til þess að bæta fasteignamarkaðinn séu að virka.

Í gær var greint frá því að vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,1 prósent á milli mánaða og standi nú í 951. Sundurliðun sýnir að hækkun vísitölu íbúðaverðs fjölbýlis nemur 0,5 prósentum en 3,7 prósentum í sérbýli.

Mánuðinn áður hafði vísitalan hækkað um 2,6 prósent í fjölbýli en 0,8 prósent í sérbýli. Því er um ágætis sveiflu að ræða.

Hagfræðideild Landsbankans segir ástæðuna geta verið aðgerðir Seðlabankans sem kynntar voru í júní. Þar á meðal var veðsetningahlutfall fyrstu kaupenda lækkað og reglur við greiðslumat hertar. Fyrstu kaupendur eru líklegri til að kaupa í fjölbýli en sérbýli.

„Gera má ráð fyrir því að öll áhrif aðgerða Seðlabankans séu ekki að fullu komin fram þar sem tímatöf er í gögnum Þjóðskrár sem byggja á þeim kaupsamningum sem þinglýst var á síðustu þremur mánuðum,“ segir í skýrslu deildarinnar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.