Erlent

Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Wolfgang Petersen á góðri stundu árið 2019.
Wolfgang Petersen á góðri stundu árið 2019. Felix Hörhager/picture alliance via Getty Images)

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm.

Petersen lést á heimili sínu í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 12. ágúst síðastliðinn. Hann hafði glímt við krabbamein í brisi undanfarin ár.

Petersen fæddist í bænum Emden í Þýskalandi árið 1941. Hann hóf leikstjóraferil sinn í Þýskalandi en komst á alheimskort kvikmyndagerðarinnar eftir að hafa leikstýrt kafbátamyndinni Das Boot árið 1982.

Myndin hlaut fjölmargar tilnefningar til Óskarsverðlauna. Var Petersen tilnefndur fyrir leikstjórn og handrit myndarinnar.

Hann átti að baki langan feril í Hollywood þar sem hann var helst þekkktur fyrir að leikstýra hasarmyndum á borð við Air Force One, In The Line of Fire og The Perfect Storm.


Tengdar fréttir

Framhald Das Boot fær leikstjóra

Framhaldið verður í formi sjónvarpsseríu sem áætlað er að muni kosta því sem nemur rúmum þremur milljörðum íslenskra króna í framleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×