Innherji

Bauhaus á Íslandi skilaði hagnaði í fyrsta sinn í fyrra

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Á árunum 2012 til 2020 tapaði verslunin að meðaltali 244 milljónum á ári. 
Á árunum 2012 til 2020 tapaði verslunin að meðaltali 244 milljónum á ári.  Markaðsefni Bauhaus

Byggingarvöruverslun Bauhaus á Íslandi skilaði hagnaði á árinu 2021 og var það í fyrsta sinn frá opnun sem verslunin skilaði hagnaði.

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Bauhaus skilaði félagið hagnaði að fjárhæð 429 milljónir króna í fyrra til samanburðar við 13 milljóna króna tap árið 2020. Afkoman hefur verið nálægt núlli frá árinu 2019 en uppsafnað tap frá opnun verslunarinnar árið 2012 nemur alls 2,2 milljörðum króna.

Þá námu tekjur Bauhaus 4.463 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um 6,5 prósent milli ára. Mestu munar þó um liðinn „gengismunur“ sem var neikvæður um 229 milljónir árið 2020 en jákvæður um 56 milljónir í fyrra.

Fram kemur í skýrslu stjórnar að Bauhaus hafi eins og mörg fyrirtæki orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna heimsfaraldursins. Hins vegar hafi faraldrinum einnig fylgt jákvæð áhrif.

„Neytendur höfðu ekki eins marga möguleika til að ráðstafa tekjum sínum þar sem sumar atvinnugreinar voru lokaðar. Við nutum þess að neytendur juku útgjöld sín til endurbóta á heimilum sínum.“

Þá kemur einnig fram að félagið hafi horft upp á miklar hækkanir á hrávörum og flutningskostnaði.

„Árið 2021 kláruðum við uppsetningu á rafrænum verðmerkingum sem gerir okkur kleift að aðlagast frekar fljótt breyttum markaðsaðstæðum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.