Atvinnulíf

Fómó í vinnunni er staðreynd

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Fómó í vinnunni getur til dæmis birst í því að viðkomandi er alltaf að fylgjast með símanum eða samfélagsmiðlum, vill vera á öllum fundum og viðburðum og líður illa ef því finnst það vera að missa af einhverju. Fómó í vinnunni eykur líkur á kulnun.
Fómó í vinnunni getur til dæmis birst í því að viðkomandi er alltaf að fylgjast með símanum eða samfélagsmiðlum, vill vera á öllum fundum og viðburðum og líður illa ef því finnst það vera að missa af einhverju. Fómó í vinnunni eykur líkur á kulnun. Vísir/Getty

Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“

Atvinnulífið hefur áður fjallað um útundanótta sem fólk getur upplifað þegar það starfar í fjarvinnu. Útundanóttinn byggir þá á óttanum um að vera ekki hluti af liðsheildinni eða gleymast.

Útundanótti í einkalífinu er síðan annað fyrirbæri. Þá óttast fólk oft að allir aðrir séu að hafa það betra eða gera meira en það sjálft og horfa jafnvel á samfélagsmiðla sem staðfestingu á að svo sé.

Í vinnunni er fómó líka staðreynd, þótt fólk sé ekki að vinna í fjarvinnu.

Fómó getur til dæmis birst þannig að fólk er hrætt við að vera ekki hluti af liðsheildinni eða því teymi sem það vill helst vera í á vinnustaðnum.

Eða fómó sem byggir á viðvarandi tilfinningu eða ótta um að vera mögulega að missa af einhverjum starfstækifærum.

Enn sem komið er, hefur lítið verið rætt um eða rannsakað hver áhrifin á þessum útundanótta, eða fómó, er að hafa á starfsfólk. Til dæmis hvort fómó sé að hafa áhrif á frammistöðu og getu fólks í starfi.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var á Science Direct í hitteðfyrra, getur fómó í vinnunni aukið líkurnar á kulnun.

Hér eru nokkur atriði sem geta verið einkenni fólks sem glímir við fómó:

  • Vill taka þátt í öllu (líka ákvörðunum) og vera alls staðar (líka á öllum fundum)
  • Gefur sig þó ekki að fullu í neitt verkefni eða starf (því eitthvað betra gæti dúkkað upp)
  • Er alltaf að fylgjast með símanum og þá sérstaklega samfélagsmiðlum og tölvupóstum
  • Hefur áhyggjur af því að vera að missa af einhverju, þótt það sé upptekið sjálft (gæti verið eitthvað meira spennó að gerast annars staðar)
  • Fer á staði, viðburði (ráðstefnur, málþing, fundi) sem því finnst ekkert gaman á 
  • Segja ekki Nei ef eitthvað er í gangi
  • Mæta á viðburði, fundi og fleira þótt heilsan sé ekki góð

Niðurstöður rannsókna sýna að fómó getur haft alvarleg áhrif á heilsu fólks. Þar má nefna miklar skapsveiflur, neikvæðni, þunglyndi, kvíða, lágt sjálfsmat og fleira. 

Fólk sem upplifir sig með fómó í vinnunni ætti ekki að hika við að leita sér aðstoðar. Til dæmis með því að opna á samtalið um fómó við yfirmann, mannauðstjóra eða leita til sálfræðings. 


Tengdar fréttir

„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“

„Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.