Viðskipti innlent

Kalla inn Red Super Spicy núðlur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Varnarefnið Iprodione greindist yfir leyfilegum mörkum í núðlunum.
Varnarefnið Iprodione greindist yfir leyfilegum mörkum í núðlunum. MAST

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Shin Red Super Spicy Noodles frá vörumerkinu NONGSHIM. Varnarefnið Ipprodione greindist yfir leyfilegum mörkum í vörunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Lagsmaður ehf. eða Fiska.is og Market Hong Phat ehf. flytja núðlurnar inn en hafa innkallað núðlurnar í samráði við heilbrigðiseftirlitin. Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: NONGSHIM

Vöru­heiti: Shin Red Super Spicy Nood­les

Best fyr­ir dag­setn­ing: 15.09.2022

Strika­merki: 8801043053167

Net­tó­magn: 120 g

Fram­leiðandi: Nongs­him Co., Ltd.

Fram­leiðslu­land: Suður-Kórea

Dreifing: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi og Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík

Neytendur eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga heni eða skil til verslunar þar sem hún var keypt.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.