Neytendur

Opnunar­tímar apó­teka á frí­degi verslunar­manna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Opnunartími apóteka verður sums staðar skertur á mánudag.
Opnunartími apóteka verður sums staðar skertur á mánudag. Vísir

Í tilefni af frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst, verða opnunartímar margra verslana skertir, þar á meðal apóteka. 

Lyfja

Flestar verslanir Lyfju verða lokaðar á sunnudag og mánudag. Þessar verslanir Lyfju verða opnar á sunnudag og mánudag:

  • Lyfja Selfossi: Opið 11-14 sunnudag og mánudag.
  • Lyfja Reykjanesbæ: Opið 12-16 á sunnudag og 11-18 á mánudag.
  • Lyfja Granda: Opið 8-24 sunnudag og mánudag.
  • Lyfja Smáratorgi: Opið 8-24 sunnudag og mánudag.
  • Lyfja Lágmúla: Opið 8-24 sunnudag og mánudag. 

Lyf & heilsa

Allar verslanir Lyfja & heilsu verða lokaðar á mánudag en opnunartímar á laugardag og sunnudag verða með hefðbundnum hætti. 

Apótekarinn

Hefðbundinn opnunartími verður í öllum verslunum apótekarans á laugardag og sunnudag en á mánudag verða allar verslanir hans lokaðar utan Apótekarans í Austurveri. Þar verður opið frá klukkan 9 til 24 á mánudag.

Lyfjaver og Heilsuver

Á mánudag er lokað í bæði Lyfjaveri og Heilsuveri á Suðurlandsbraut. Verslanirnar eru einnig lokaðar á sunnudögum en hefðbundinn opnunartími verður í Lyfjaveri á laugardag, frá 10 til 14. 

Lyfjabúrið 

Lyfjabúrið verður lokað á mánudag. Sömuleiðis er það lokað um helgina eins og venjulega.

Farmasía

Um helgina verður venjuleg helgaropnun í Farmasíu en lokað á mánudag.

Akureyrarapótek

Akureyrarapótek er opið alla daga ársins en verður opið styttra en venjulega á mánudag, eða frá 12 til 16. 

Garðsapótek 

Garðsapótek er lokað um helgar og vegna frídagsins verður sömuleiðis lokað á mánudag. Það opnar aftur samkvæmt áætlun á þriðjudag.

Reykjanesapótek

Hefðbundinn opnunartími verður í Reykjanesapóteki um helgina, frá 12 til 19, en lokað á mánudaginn.

Lyfjaval

Lokað er í Lyfjavali Mjódd alla helgina. Hins vegar verður opið í bílaapótekum Lyfjavals, væði í Hæðasmára og Vesturlandsvegi alla helgina. Í Hæðasmára verður opið laugardag, sunnudag og mánudag frá 10-23. Á Vesturlandsvegi verður opið frá 14 til 22 á laugardag og sunnudag og frá 9 til 22 á mánudag. 


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.