Framlegð Marels óviðunandi að mati forstjóra Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2022 10:56 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels. Marel Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi námu 397.3 milljónum króna en hagnaður var aðeins 25 milljónir evra eða 6,3 prósent af tekjum. Forstjórinn segir framlegðina óviðunandi. Marel, stærsta félag Kauphallarinnar, birti ársfjórðungsuppgjör í gær. Met var slegið í pöntunum þriðja ársfjórðunginn í röð en afkoma félagsins var ekki góð sökum verðbólgu og áskorana tengdum aðfangakeðju. Þá var tekjuvöxtur hægari en gert var ráð fyrir. Markmið um framlegð fyrir árið hefur verið lækkuð í fjórtán til sextán prósent en áður var gert ráð fyrir sextán prósenta framlegð. Gert er ráð fyrir bættri rekstrarafkomu á síðari helmingi ársins. Á dögunum var tekin ákvörðun um að fækka starfsfólki félagsins um fimm prósent til að lækka kostnað. Þá hefur verið ráðist í að aðgerðir til að draga úr töfum í aðfangakeðju. Hærri tekjuvöxtur og virk verðstýring á vörum Marels munu leiða til betri kostnaðarþekju á næstu ársfjórðungum, að því er segir uppgjöri. Viðburðaríkur ársfjórðungur Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marels að viðburðaríkur ársfjóðungur sé að baki þar sem met var slegið í pöntunum en framlegð samt sem áður óviðunandi. „Í núverandi umhverfi verðbólgu, skorts á hæfu vinnuafli og síbreytilegrar kauphegðunar á matvælum er Marel í einstakri stöðu til að styðja við matvælaiðnaðinn með hátækni- og hugbúnaðarlausnum sem leiða til meiri sjálfvirkni, öryggis og rekjanleika,“ segir hann. Þá segir hann að félagið hafi verið of seint í að hækka verð þegar verðbólga tók að hækka á síðasta ári. „Engu að síður endurspegla metpantanir nú, sem komu inn á nýrri verðlagningu, og áframhaldandi eftirspurn hversu sterkt vörumerki Marel er. Samkeppnisstaða félagsins er sterk í umhverfi lituðu af hækkandi verðbólgu sem knýr áfram spurn eftir frekari sjálfvirknivæðingu og sjálfbærri nýtingu hráefna,“ segir Árni Oddur. Ársfjórðungsuppgjör Marels má lesa hér. Kauphöllin Marel Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Marel, stærsta félag Kauphallarinnar, birti ársfjórðungsuppgjör í gær. Met var slegið í pöntunum þriðja ársfjórðunginn í röð en afkoma félagsins var ekki góð sökum verðbólgu og áskorana tengdum aðfangakeðju. Þá var tekjuvöxtur hægari en gert var ráð fyrir. Markmið um framlegð fyrir árið hefur verið lækkuð í fjórtán til sextán prósent en áður var gert ráð fyrir sextán prósenta framlegð. Gert er ráð fyrir bættri rekstrarafkomu á síðari helmingi ársins. Á dögunum var tekin ákvörðun um að fækka starfsfólki félagsins um fimm prósent til að lækka kostnað. Þá hefur verið ráðist í að aðgerðir til að draga úr töfum í aðfangakeðju. Hærri tekjuvöxtur og virk verðstýring á vörum Marels munu leiða til betri kostnaðarþekju á næstu ársfjórðungum, að því er segir uppgjöri. Viðburðaríkur ársfjórðungur Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marels að viðburðaríkur ársfjóðungur sé að baki þar sem met var slegið í pöntunum en framlegð samt sem áður óviðunandi. „Í núverandi umhverfi verðbólgu, skorts á hæfu vinnuafli og síbreytilegrar kauphegðunar á matvælum er Marel í einstakri stöðu til að styðja við matvælaiðnaðinn með hátækni- og hugbúnaðarlausnum sem leiða til meiri sjálfvirkni, öryggis og rekjanleika,“ segir hann. Þá segir hann að félagið hafi verið of seint í að hækka verð þegar verðbólga tók að hækka á síðasta ári. „Engu að síður endurspegla metpantanir nú, sem komu inn á nýrri verðlagningu, og áframhaldandi eftirspurn hversu sterkt vörumerki Marel er. Samkeppnisstaða félagsins er sterk í umhverfi lituðu af hækkandi verðbólgu sem knýr áfram spurn eftir frekari sjálfvirknivæðingu og sjálfbærri nýtingu hráefna,“ segir Árni Oddur. Ársfjórðungsuppgjör Marels má lesa hér.
Kauphöllin Marel Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira