Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 14:04 Eldsneytisverð hækkaði umtalsvert frá bókunartíma ferðarinnar fram að brottför til Krítar. Getty/David C Tomlinson Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar. Í ábendingum til stofnunarinnar kom fram að Tripical hafi tuttugu dögum fyrir áætlaða brottför tilkynnt viðskiptavinum sínum um fimmtán þúsund króna verðhækkun. Allar pakkaferðirnar sem ábendingarnar vörðuðu voru þá að fullu greiddar. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að meginreglan sé sú að verð samnings um pakkaferð skuli haldast óbreytt. Heimilt sé að gera verðbreytingu meðal annars vegna hækkunar á eldsneytisverði samkvæmt lögum en slíkt sé skilyrðum háð. Með heimild í bókunarskilmálum Til þess að verðhækkun sé heimil þarf að vera heimild til verðbreytinga í skilmálum pakkaferðarinnar, tilgreint hvernig verð skuli reiknað út og ferðamanni í samningi veitt sambærileg heimild til verðlækkunar. Þá skal verðhækkun tilkynnt eigi síður tuttugu dögum fyrir brottför og rökstuðningur og útreikningur hækkunar berast ferðamanni á varanlegum miðli innan sama frests. Neytendastofa hefur bannað Tripical að hækka verð á umræddri pakkaferð. Verði ekki farið að banninu getur stofnunin beitt fyrirtækið sektum.Vísir/Hanna Í skilmálum Tripical Travel vegna umræddrar ferðar var félaginu veitt heimild til hækkunar á verði meðal annars vegna breytinga á eldsneytiskostnaði en ferðamönnum ekki veitt heimild til verðlækkunar af sömu ástæðum. Af þeirri ástæðu voru ekki uppfyllt skilyrði laga til hækkunar á verði pakkaferðar og Tripical Travel því óheimilt að hækka verð ferðarinnar, samkvæmt ákvörðun Neytendastofu. Eldsneytisverð hækkað um 76 prósent Í svörum Tripical kom fram að hækkunin kæmi til vegna verulegra hækkana á eldsneytisverði sem félagið hefði ekki geta séð fyrir. Heimild til verðhækkunarinnar væri bæði í lögum og skilmálum ferðanna. Að sögn félagsins var ferðin kynnt nemendum haustið 2021 og hún bókuð í janúar á þessu ári. Alls hafi 315 nemendur bókað sér far og hver greitt 209.990 krónur fyrir sitt pláss. Til hafi staðið að flytja nemendurna með leiguflugi og verð ferðarinnar miðast við aðstæður sem voru uppi þegar ferðin var bókuð. Elísabet Agnarsdóttir er annar eigandi Tripical ferðaskrifstofu.Stöð 2 Tripical segir að kostnaður við leiguflug taki ávallt mið af eldsneytisverði á þeim degi sem flogið er og flestir samningar kveði á um að félagið beri viðbótarkostnaðinn ef verð hækki um meira en fimm prósent frá undirritun samnings. Af þeim ástæðum sé Tripical með heimild til verðhækkunar í skilmálum sínum og allir hinna 315 útskriftarnema hafi samþykkt slíkt ákvæði við bókun ferðarinnar. Í samskiptum sínum við Neytendastofu gerði Tripical grein fyrir verðbreytingum á eldsneyti fyrir viðkomandi verð og sýndi reikninga því til staðfestingar. Að sögn ferðaskrifstofunnar hafði eldsneytisverð hækkað um 76 prósent frá því að ferðin var bókuð í janúar fram að brottför í maí. Ferðalög Neytendur Grikkland Framhaldsskólar Tengdar fréttir Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57 Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í ábendingum til stofnunarinnar kom fram að Tripical hafi tuttugu dögum fyrir áætlaða brottför tilkynnt viðskiptavinum sínum um fimmtán þúsund króna verðhækkun. Allar pakkaferðirnar sem ábendingarnar vörðuðu voru þá að fullu greiddar. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að meginreglan sé sú að verð samnings um pakkaferð skuli haldast óbreytt. Heimilt sé að gera verðbreytingu meðal annars vegna hækkunar á eldsneytisverði samkvæmt lögum en slíkt sé skilyrðum háð. Með heimild í bókunarskilmálum Til þess að verðhækkun sé heimil þarf að vera heimild til verðbreytinga í skilmálum pakkaferðarinnar, tilgreint hvernig verð skuli reiknað út og ferðamanni í samningi veitt sambærileg heimild til verðlækkunar. Þá skal verðhækkun tilkynnt eigi síður tuttugu dögum fyrir brottför og rökstuðningur og útreikningur hækkunar berast ferðamanni á varanlegum miðli innan sama frests. Neytendastofa hefur bannað Tripical að hækka verð á umræddri pakkaferð. Verði ekki farið að banninu getur stofnunin beitt fyrirtækið sektum.Vísir/Hanna Í skilmálum Tripical Travel vegna umræddrar ferðar var félaginu veitt heimild til hækkunar á verði meðal annars vegna breytinga á eldsneytiskostnaði en ferðamönnum ekki veitt heimild til verðlækkunar af sömu ástæðum. Af þeirri ástæðu voru ekki uppfyllt skilyrði laga til hækkunar á verði pakkaferðar og Tripical Travel því óheimilt að hækka verð ferðarinnar, samkvæmt ákvörðun Neytendastofu. Eldsneytisverð hækkað um 76 prósent Í svörum Tripical kom fram að hækkunin kæmi til vegna verulegra hækkana á eldsneytisverði sem félagið hefði ekki geta séð fyrir. Heimild til verðhækkunarinnar væri bæði í lögum og skilmálum ferðanna. Að sögn félagsins var ferðin kynnt nemendum haustið 2021 og hún bókuð í janúar á þessu ári. Alls hafi 315 nemendur bókað sér far og hver greitt 209.990 krónur fyrir sitt pláss. Til hafi staðið að flytja nemendurna með leiguflugi og verð ferðarinnar miðast við aðstæður sem voru uppi þegar ferðin var bókuð. Elísabet Agnarsdóttir er annar eigandi Tripical ferðaskrifstofu.Stöð 2 Tripical segir að kostnaður við leiguflug taki ávallt mið af eldsneytisverði á þeim degi sem flogið er og flestir samningar kveði á um að félagið beri viðbótarkostnaðinn ef verð hækki um meira en fimm prósent frá undirritun samnings. Af þeim ástæðum sé Tripical með heimild til verðhækkunar í skilmálum sínum og allir hinna 315 útskriftarnema hafi samþykkt slíkt ákvæði við bókun ferðarinnar. Í samskiptum sínum við Neytendastofu gerði Tripical grein fyrir verðbreytingum á eldsneyti fyrir viðkomandi verð og sýndi reikninga því til staðfestingar. Að sögn ferðaskrifstofunnar hafði eldsneytisverð hækkað um 76 prósent frá því að ferðin var bókuð í janúar fram að brottför í maí.
Ferðalög Neytendur Grikkland Framhaldsskólar Tengdar fréttir Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57 Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04