Viðskipti innlent

Nova og Sýn samnýta 5G senda

Samúel Karl Ólason skrifar
Ljúka á uppbyggingunni fyrir árslok 2024 en samnýtingin verður til gildi í það minnsta út árið 2028.
Ljúka á uppbyggingunni fyrir árslok 2024 en samnýtingin verður til gildi í það minnsta út árið 2028. Vísir

Forsvarsmenn Nova hf. og Sýnar hf. skrifuðu í dag undir samning um samstarf félaganna við uppbyggingu og samnýtingu sendastaða vegna 5G uppbyggingar. Það felur í sér uppbyggingu og samnýtingu á tvö hundruð 5G sendum á samningstímanum en hann gildi til loka ársins 2028.

Í tilkynningu segir að samningurinn byggi að hluta til á og komi til viðbótar við samstarf félagana um sameiginlega uppbyggingu 2G, 3G og 4G þjónustu.

Hvort félagið mun byggja, taka í notkun og reka hundrað sendastaði með 5G þjónustu og eru þeir sendastaðir sem þegar hafa verið byggðir inn í því. Hvort félagið má svo nota senda hins og er ekki gert ráð fyrir fjárhagslegu uppgjöri milli Nova og Sýnar þar sem skipting kostnaðar og samnýting er jöfn.

Félögunum er heimilt að selja í heildsölu aðgang til þriðja aðila að sendum.

Ljúka á uppbyggingunni fyrir árslok 2024 en samnýtingin verður til gildi í það minnsta út árið 2028.

„Markmið aðila með gerð samningsins er að auka hagkvæmni og skilvirkni við uppbyggingu og rekstur 5G þjónustu og innviða, draga úr umhverfisáhrifum slíkrar uppbyggingar og tryggja enn betur fjarskiptaöryggi og þjónustu við viðskiptavini,“ segir í áðurnefndri tilkynningu.

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×