Viðskipti innlent

Þýskt flug­fé­lag hefur flug til Akur­eyrar og Egils­staða 2023

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Vél flugfélagsins Condor
Vél flugfélagsins Condor Aðsent

Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023.

Flogið verður í hverri viku á tímabilinu á milli Frankfurt- og Akureyrarflugvallar og Frankfurt- og Egilsstaðaflugvallar. Hægt er að bóka flugferðir á vef flugfélagsins.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Ralf Teckentrup, framkvæmdastjóra Condor, „við hlökkum til að bjóða viðskiptavinum okkar að uppgötva þennan fjölbreytta og fallega áfangastað. Með tengingu til Akureyrar og Egilsstaða erum við að bregðast við eftirspurn frá fjölmörgum ferðaþjónustuaðilum sem bjóða upp á ferðir á Norður- og Austurlandi.“

Flugfélagið flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×