Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2022 19:29 Ari Skúlason hagfræðingur. Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. Verðbólga hér á landi mældist átta komma átta prósent í júnímánuði, og spár gera ráð fyrir að hún hækki eitthvað frekar. Í umræðu um verðbólguna hefur verið bent á að atburðir og aðstæður erlendis valdi henni, auk ástandsins á húsnæðismarkaði. Með einföldun aðfangakeðja og ódyrari flutningum ætti hún því að fara hjaðnandi. Eða hvað? Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir málið ekki svo einfalt. „Hins vegar er staðan líka sú að það er mikill þrýstingur, það er mikill þrýstingur til dæmis vegna launahækkana víða í Evrópu og víðar, sem kemur mögulega til með að auka verðbólgu.“ Þá hafi verðbólguvæntingar aukist víða um heim. Það muni taka tíma að snúa ofan af því. „Á meðan staðan er sú, þá sér maður ekki alveg að það dragi verulega úr verðbólgu alveg á næstunni. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Þeir þættir sem horfa til lækkandi vöruverðs muni þó skila sér að einhverju leyti. „En hinir þættirnir spila á móti og það er alltaf spurning hvor armurinn verður sterkari, það sem togar verðbólguna niður og það sem togar hana upp. Það eru bara tvær skoðanir uppi í því sambandi og sitt sýnist hverjum.“ Lækkandi verð ekki endilega merki um hjöðnun Fréttir hafa borist af því að verð á ákveðnum vörum hafi lækkað, og einhverjir gætu talið það til marks um að verðbólgan færi að hopa. Ari segir það einföldun. „Við vitum að verð á timbri hefur verið rosalega hátt, það virðist vera eitthvað að lækka. Svona getur maður sagt með hinar ýmsu vörur, sumar lækka og aðrar hækka.“ Sjálfur telur Ari að töluverðrar verðbólgu muni gæta á næstu misserum, sér í lagi ef húsnæðisverð heldur áfram að hækka. „Til lengri tíma fer verðbólgan niður, það er bara spurning hversu hratt, og hvað það tekur langan tíma.“ Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Verðbólga hér á landi mældist átta komma átta prósent í júnímánuði, og spár gera ráð fyrir að hún hækki eitthvað frekar. Í umræðu um verðbólguna hefur verið bent á að atburðir og aðstæður erlendis valdi henni, auk ástandsins á húsnæðismarkaði. Með einföldun aðfangakeðja og ódyrari flutningum ætti hún því að fara hjaðnandi. Eða hvað? Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir málið ekki svo einfalt. „Hins vegar er staðan líka sú að það er mikill þrýstingur, það er mikill þrýstingur til dæmis vegna launahækkana víða í Evrópu og víðar, sem kemur mögulega til með að auka verðbólgu.“ Þá hafi verðbólguvæntingar aukist víða um heim. Það muni taka tíma að snúa ofan af því. „Á meðan staðan er sú, þá sér maður ekki alveg að það dragi verulega úr verðbólgu alveg á næstunni. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Þeir þættir sem horfa til lækkandi vöruverðs muni þó skila sér að einhverju leyti. „En hinir þættirnir spila á móti og það er alltaf spurning hvor armurinn verður sterkari, það sem togar verðbólguna niður og það sem togar hana upp. Það eru bara tvær skoðanir uppi í því sambandi og sitt sýnist hverjum.“ Lækkandi verð ekki endilega merki um hjöðnun Fréttir hafa borist af því að verð á ákveðnum vörum hafi lækkað, og einhverjir gætu talið það til marks um að verðbólgan færi að hopa. Ari segir það einföldun. „Við vitum að verð á timbri hefur verið rosalega hátt, það virðist vera eitthvað að lækka. Svona getur maður sagt með hinar ýmsu vörur, sumar lækka og aðrar hækka.“ Sjálfur telur Ari að töluverðrar verðbólgu muni gæta á næstu misserum, sér í lagi ef húsnæðisverð heldur áfram að hækka. „Til lengri tíma fer verðbólgan niður, það er bara spurning hversu hratt, og hvað það tekur langan tíma.“
Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira