Viðskipti innlent

Inn­nes kaupir Arka Heilsu­vörur

Árni Sæberg skrifar
Magnús Óli Ólafsson Innness.
Magnús Óli Ólafsson Innness. Vísir/Egill

Innnes ehf. hefur keypt innflutningsfyrirtækið Arka Heilsuvörur ehf.. Arka sem stofnað var árið 2002 hefur lagt áherslu á innfutning og dreifingu á heilsu- og lífstílsvörum.

Í tilkynningu frá Innnes segir að meðal þekktra vörumerkja sem Arka hefur flutt inn séu Vit-hit, hitaeiningasnauðir vítamíndrykkir; Fulfil, vítamín og próteinstykki; The berry company, frískandi berjadrykkir; Tony's súkkulaðiplötur; Kiddylicious barnavörur; Be plus, lífrænar orkuskvísur og Eat natural, morgunkorn og orkustykki.

Þá segir að kaup á Arka falli vel að markmiðum Innness, að bjóða uppá breitt vöruúval og heildstæðar lausnir fyrir viðskiptavini sína.

„Það er því mikill fengur fyrir Innnes að fá þessi öflugu vörumerki í vöruúrval sitt og geta boðið viðskiptavinum sínum uppá fjölbreyttari lífstíls- og heilsuvörulínu,“ segir í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×