Viðskipti innlent

Til­boð hefur borist í Laugar í Sælings­dal

Árni Sæberg skrifar
Laugar í Sælingsdal hafa verið á sölu í sex ár.
Laugar í Sælingsdal hafa verið á sölu í sex ár. Vísir/Vilhelm

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Þorpið hefur verið til sölu frá árinu 2016 og illa hefur gengið að selja það.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, staðfestir í samtali við Vísi að tilboð hafi borist en segist ekkert frekar geta tjáð sig um málið, enda sé það undirorpið trúnaði.

Laugar í Sælingsdal eru falar fyrir 320 milljónir króna, að því er kemur fram á fasteignavef Vísis.

Um er að ræða fornfrægan sögustað þar sem áður var skóli sem síðar var breytt í hótel og skólabúðir. Tíu hús eru í þorpinu með alls 42 herbergjum. Þá er íþróttahús á svæðinu ásamt sundlaug og náttúrulauginni Guðrúnarlaug.

Þegar þorpið var fyrst sett á sölu árið 2016 var uppsett verð 530 milljónir króna. Frá því að þorpið var auglýst til sölu hafa tveir mögulegir kaupendur komist langt í kaupferlinu. Árið 2018 hafnaði Dalabyggð 460 milljóna króna kauptilboði vegna óánægju íbúa með skilyrði um forgangsröðun veðréttinda í þorpinu. 

Árið 2019 var síðan fallið frá samþykktu tilboði af hálfu tilboðsgefenda vegna þess að þeir gátu ekki fjármagnað kaupin en tilboðið hljóðaði upp á 320 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Laugar keyptar fyrir tæpan hálfan milljarð

Dalabyggð hefur tekið 460 milljóna króna tilboði í Laugar í Sælingsdal. Fjárfestir og fyrrverandi knattspyrnumaður ætlar sér að efla hótelreksturinn og hafa opið lengur en fyrr.

Meta tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Tilboðsgjafinn hefur óskað eftir trúnaði en sveitarstjórinn segir kauptilboðið vel undir 530 milljóna króna verðmiða sveitarfélagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×