Tjaldsvæði vinsæl víða um land Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 1. júlí 2022 15:28 Landsmenn og erlendir ferðamenn sækja tjaldsvæðin. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ferðasumarið virðist vera að hefjast og af því tilefni ákvað fréttastofa að taka saman og staðfesta verð og bókunarferli á tjaldsvæðum víða um land. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðin á tjalda.is. Tjaldsvæðið við Faxa Starfsfólk sem sér um tjaldsvæðið við Faxa segir aðsókn hafa verið mjög góða það sem af er sumri. Ekki þarf að bóka fyrir fram og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna hér. Verð fyrir fullorðna: 1.400 krónur. Elli og örorkulífeyrisþegar: 1100 krónur. Börn 7 – 15 ára: 500 krónur. Börn undir 7 ára: Frítt. Rafmagn: 1100 krónur. Tjaldsvæðið Ásbyrgi Hægt er að bóka viðveru á tjaldsvæðinu í gegnum Parka.is en einnig er hægt er að mæta og tala við landvörð. Starfsfólk á svæðinu segir yfirleitt vera pláss fyrir þau sem vilja en hvetur fólk til að bóka fram í tímann. Um tvö þúsund manns dvöldu á tjaldstæðinu í júní. Nánari upplýsingar má finna hér. Gistieining á nótt: 250 krónur. Gistigjald fullorðinn 18-66 ára: fyrsta nótt 1.250 krónur. Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar: fyrsta nótt 1.000 krónur. Gistigjald 13-17 ára: fyrsta nótt 700 krónur. Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls. Tjaldsvæðið Egilsstöðum Starfsfólk tjaldsvæðisins á Egilsstöðum hvetur fólk til þess að bóka á netinu í gegnum Parka.is. Mikil aðsókn hefur verið á tjaldsvæðið og sérstaklega þegar leið á júní mánuð. Enn er þó hægt að bóka stæði á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna hér. Verð fyrir fullorðna, 13-67 ára: 2.000 krónur. Ellilífeyrisþegar / Öryrkjar: 1.000 krónur. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Rafmagn: 1.000 krónur per. sólahringur. Verð fyrir þvottavélar og þurrkara: 800 krónur (8 x 100 krónur klink – þvottaefni innifalið). WIFI: frítt. Tjaldsvæðið Varmalandi Starfsmaður segir jafnan straum hafa verið af ferðamönnum á tjaldsvæðið en þó sé meira af erlendum en innlendum ferðamönnum sem sæki svæðið. Á stærstu helgunum í júní, þegar vel viðraði, var mikið að gera á tjaldsvæðinu. Gisting á tjaldsvæðinu er ekki bókuð fyrir fram og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna hér. Fullorðnir (16+): 1.500 krónur nóttin á mann. Eldriborgarar (76+): 1.000 krónur nóttin. Börn, 15 ára og yngri: Ókeypis. Rafmagn: 1.000 krónur nóttin. Allar upplýsingar um verð voru fengnar af tjalda.is og staðfestar í samtali við tjaldsvæðin af fréttastofu. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Tjaldsvæðið við Faxa Starfsfólk sem sér um tjaldsvæðið við Faxa segir aðsókn hafa verið mjög góða það sem af er sumri. Ekki þarf að bóka fyrir fram og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna hér. Verð fyrir fullorðna: 1.400 krónur. Elli og örorkulífeyrisþegar: 1100 krónur. Börn 7 – 15 ára: 500 krónur. Börn undir 7 ára: Frítt. Rafmagn: 1100 krónur. Tjaldsvæðið Ásbyrgi Hægt er að bóka viðveru á tjaldsvæðinu í gegnum Parka.is en einnig er hægt er að mæta og tala við landvörð. Starfsfólk á svæðinu segir yfirleitt vera pláss fyrir þau sem vilja en hvetur fólk til að bóka fram í tímann. Um tvö þúsund manns dvöldu á tjaldstæðinu í júní. Nánari upplýsingar má finna hér. Gistieining á nótt: 250 krónur. Gistigjald fullorðinn 18-66 ára: fyrsta nótt 1.250 krónur. Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar: fyrsta nótt 1.000 krónur. Gistigjald 13-17 ára: fyrsta nótt 700 krónur. Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls. Tjaldsvæðið Egilsstöðum Starfsfólk tjaldsvæðisins á Egilsstöðum hvetur fólk til þess að bóka á netinu í gegnum Parka.is. Mikil aðsókn hefur verið á tjaldsvæðið og sérstaklega þegar leið á júní mánuð. Enn er þó hægt að bóka stæði á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna hér. Verð fyrir fullorðna, 13-67 ára: 2.000 krónur. Ellilífeyrisþegar / Öryrkjar: 1.000 krónur. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Rafmagn: 1.000 krónur per. sólahringur. Verð fyrir þvottavélar og þurrkara: 800 krónur (8 x 100 krónur klink – þvottaefni innifalið). WIFI: frítt. Tjaldsvæðið Varmalandi Starfsmaður segir jafnan straum hafa verið af ferðamönnum á tjaldsvæðið en þó sé meira af erlendum en innlendum ferðamönnum sem sæki svæðið. Á stærstu helgunum í júní, þegar vel viðraði, var mikið að gera á tjaldsvæðinu. Gisting á tjaldsvæðinu er ekki bókuð fyrir fram og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna hér. Fullorðnir (16+): 1.500 krónur nóttin á mann. Eldriborgarar (76+): 1.000 krónur nóttin. Börn, 15 ára og yngri: Ókeypis. Rafmagn: 1.000 krónur nóttin. Allar upplýsingar um verð voru fengnar af tjalda.is og staðfestar í samtali við tjaldsvæðin af fréttastofu.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira