Li(v)ðhlauparnir fá að keppa á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 12:32 Phil Mickelson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann gekk til liðs við LIV-mótaröðina sem yfirvöld í Sádí-Arabíu kosta. getty/Matthew Lewis Kylfingum sem hafa gengið til liðs við hina afar umdeildu LIV-mótaröð í Sádí-Arabíu verður ekki meinað að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi, fjórða risamóti ársins. PGA mótaröðin setti þá sautján kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í bann. Meðal þeirra voru Bryson DeChambeau, Phil Mickelson og Dustin Johnson. PGA mótaröðin hefur ekki umsjón með risamótunum og því fengu uppreisnarseggirnir að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í síðustu viku. Og þeir fá að keppa á Opna breska í næsta mánuði. Mótið, sem er það 150. í röðinni, fer fram á St. Andrews í Skotlandi 14.-17. júlí. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel hrósaði sigri á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar sem var haldið í London fyrr í mánuðinum. Næsta mót fer fram í Portland í byrjun næsta mánaðar. Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa á titil að verja á Opna breska. Hann hefur þvertekið fyrir það að hann stökkvi frá borði PGA-mótaraðarinnar og í fang LIV-mótaraðarinnar. Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
PGA mótaröðin setti þá sautján kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í bann. Meðal þeirra voru Bryson DeChambeau, Phil Mickelson og Dustin Johnson. PGA mótaröðin hefur ekki umsjón með risamótunum og því fengu uppreisnarseggirnir að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í síðustu viku. Og þeir fá að keppa á Opna breska í næsta mánuði. Mótið, sem er það 150. í röðinni, fer fram á St. Andrews í Skotlandi 14.-17. júlí. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel hrósaði sigri á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar sem var haldið í London fyrr í mánuðinum. Næsta mót fer fram í Portland í byrjun næsta mánaðar. Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa á titil að verja á Opna breska. Hann hefur þvertekið fyrir það að hann stökkvi frá borði PGA-mótaraðarinnar og í fang LIV-mótaraðarinnar.
Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira